Fótbrotnaði við Fardagafoss

Björgunarsveitir á Fljótsdalshéraði voru kallaðar út seinni partinn í gær vegna manneskju sem fótbrotnaði við Fardagafoss.

Manneskjan var þar ásamt hópi við þjálfun í útivist en lenti óvænt ofan í holu með fyrrgreindum afleiðingum. Björgunarsveitirnar Hérað og Jökull voru því kallaðar út ásamt sjúkraflutningafólki og lögreglu.

Aðilarnir fóru upp að fossinum, spelkuðu fótinn og gáfu viðkomandi verkjastillandi áður en honum var komið fyrir á börum.

Bera þurfti manneskjuna um 1 km leið niður á veg frá slysstað. Þar beið sjúkrabíll og flutti viðkomandi til frekari aðhlynningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum.

Mynd: Landsbjörg



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar