Fræðasetur á Borgarfirði

„Vedíska fræðasetrið á Borgarfirði er mjór vísir að menntastofnun sem vinnur með indversku og vedísku mennta- og listafólki sem mun líka taka þátt í námskeiðum með okkur í gegnum fjarfundabúnað,” segir Björn Kristjánsson, á Borgarfirði.

Fræðasetrið á Borgarfirði var sett á laggirnar í fyrra. Hjónin Björn kristjánsson og Kata Sumegi standa að setrinu en Björn hefur haldið námskeið í vedískum fræðum víðsvegar um langt skeið.

Hvað eru vedísk fræði? „Vedísk fræði eru önnur af tveimur megin fræðahefðum mannkyns, hin er auðvitað nútíma vísindi. Vedísk fræði greinast í 40 fræðigreinar og þær þekktustu eru Yoga sem fjallar um vitund og vitundarstigin sjö, Ayurveda sem fjallar um lögmál heilsu, Jyotish sem fjallar um eiginleika tímanns, Vaastu sem fjallar um rúmið og arkitektúr í samhljómandi stærðum, en svo má einnig nefna málfræði, stærðfræði, stjarnvísindi og fjölmargar aðrar fræðigreinar. Sumar þessara fræðigreina eru fræðilegar og aðrar eru hagnýtar og jarðbundnar t.d. til að bæta heilsu og lífsgæði. Varðandi málfræði má nefna að NASA notar Sanskrit sem grunn til að þróa stýrikerfi fyrir tölvur, sennilega vegna þess að Sanskrit er fullkomlega rökrétt tungumál.

Vedísk fræði fjalla um alla þrjá grunnþætti þekkingar, þ.e. það huglæga, það hlutlæga og það sem tengir þetta tvent. Við förum djúpt í þetta á námskeiðum um vedísk fræði og þá kemur margt á óvart, sérstaklega þegar við berum saman nútímavísindi og vedísk og skoðum þessar fræðahefðir í ljósi vísindaheimspeki.

Þetta er í raun ekki hugmyndafræði, frekar tímalaus fræði sem eiga við jafnt nú eins og fyrr, en eru jafnframt á allan hátt svo afar ólík nútímavísindum að það eitt og sér gerir fræðin að mikilvægum skoðunarpalli fyrir menntun, menningu og heimsmynd okkar tíma þaðan sem við getum horft á þessi atriði frá allt öðrum sjónarhóli,” segir Björn.


Fyrirlestraröð fram á vor
Fræðasetrið verður með fyrirlestra á Austurlandi og Norðurlandi af og til fram á vor. „Við erum einnig að kynna þessi námskeið í „heimsþorpinu”, en við trúum því að fólk vilji koma til íslands til að finna frið, anda að sér hreinu lofti og læra eitthvað skemmtilegt.


Stefnan sett á diplómanám í fræðunum
Stefnan er sett á að koma á fót diplámanámi í greininni innan tíðar. „Það er eitthvað sem við stefnum á um leið og við teljum grundvöll fyrir slíku. Eins og sjá má er vefsíðan okkar á ensku en íslenskan kemur fljótlega, við viljum semsagt vinna með þetta alþjóðlega og viljum fá til okkar fólk utan úr heimi á sjö og 14 daga námskeið til að byrja með, og auðvitað íslendinga líka.

Vedískar listgreinar eru líka mjög spennandi, Vaastu arkitektúr er auðvitað listgrein og við Kata erum bæði hönnuðir, hún iðnhönnuður með góða reynslu af postulínsgerð og ég er hönnuður í vaastú arkitektúr.”

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar