Framboð og nýting hótelherbergja minnkaði minnst á Austurlandi

Austurland varð fyrir minnstum skakkaföllum á landsvísu þegar skoðaðar eru tölur Hagstofunnar um framboð og nýtingu hótelherbergja í júlí s.l. miðað við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn var aðeins 7.5% á Austurlandi. Mestur varð hann á Suðurnesjum eða 59,4%.

Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að heildarfjöldi greiddra gistinátta í júlí síðastliðnum dróst saman um 57% samanborið við júlí 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 56%, um 51% á gistiheimilum og um 49% á öðrum tegundum skráðra gististaða (tjaldsvæðum, farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.)

Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum í júlí drógust saman um 80% á milli ára en íslenskar gistinætur ríflega þrefölduðust. Gistinætur Íslendinga voru 130.400, eða 58% af hótelgistinóttum, á meðan erlendar gistinætur voru 94.000 eða 42%.

Hvað framboð og nýtingu hótelherbergja varðar varð samdrátturinn í höfuðborginni 45,5%, á Suðurlandi 35,8% og á Vesturlandi/Vestfjörðum 14%. Norðland var hinsvegar nær á pari við Austurland með samdrátt upp á aðeins 7,7%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.