Framboðsmál í deiglunni

Framboðsmál stjórnmálaaflanna í Fjarðabyggð vegna bæjarstjórnarkosninganna á vori komandi eru nú í deiglunni. Ljóst er að tíminn til kosninga styttist óðum og tíminn til að raða fólki á framboðslistana er ekki ótakmarkaður.

fsi__brekku.jpgLjóst er orðið að þeir er skipuðu fimm efstu sætin á Fjarðalistanum gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn eða setu á listanum.  Aðallega hafa tvö nöfn  heyrst í umræðunni í bænum, um fólk sem hugsast gæti að tæki sæti á framboðslista Fjarðalistans, nöfn þeirra Elvars Jónssonar kennara á Norðfirði og Esterar Gunnarsdóttir á Reyðarfirði.  Einnig hefur því heyrst fleygt að Björn Grétar Sveinsson geti verið á leið í slaginn. Síðan hefur komist í umræðuna að Einar Már Sigurðarson fyrrverandi þingmaður geti komið til greina sem bæjarstjóraefni listans. 

Hjá sjálfstæðismönnum verða frambjóðendur sem gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor í forvali flokksins, kynntir til sögunnar allra næstu daga. Þó er ljóst að Valdimar Hermannsson á Norðfirði og Jens Garðar Helgason á Eskifirði keppa báðir að fyrsta sæti á listanum.  Þá hefur Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, 31 árs viðskipta- og rekstrarráðgjafi á Reyðarfirði gefið kost á sér í 2. til 5.  sæti og Þórður Vilberg Guðmundsson kennaranemi og verslunarmaður á Reyðarfirði hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti listans.

Hjá framsóknarmönnum er ljóst að Guðmundur Þorgrímsson á Fáskrúðsfirði gefur áfram kost á sér í efsta sæti listans, Þorbergur Níels Hauksson bæjarfulltrúi á Eskifirði gefur ekki kost á sér nú. Síðan hefur heyrst að Eiður Ragnarsson varabæjarfulltrúi á Reyðarfirði og Jón Björn Hákonarson á Norðfirði séu að hugsa málið varðandi sín framboð.  Einnig hefur heyrst að áhugi sé fyrir að fá Svanhvíti Aradóttir á Norðfirði til að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins.  Síðan hefur nafn Jósefs Auðuns Friðrikssonar fyrrverandi sveitarstjóra á Stöðvarfirði heyrst nefnt sem kandidats á framboðslistann.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar