Framsóknarflokkur og Á-listi ræðast við á Fljótsdalshéraði

Forsvarsmenn Framsóknarflokksins og Á-listans munu hittast á morgun á formlegum fundi um myndun meirihluta í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Þetta staðfesti Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins, í samtali við Agl.is í kvöld.

 

alisti_blisti_herad.jpg„Við framsóknarmenn ákváðum að leita til Á-listans eftir að hafa skoðað málin í dag. Það er nokkur samhljómur í stefnumálum framboðanna og við hlökkum til viðræðnanna. Það er ljóst af niðurstöðum kosninganna að kjósendur vilja breyttar áherslur í stjórn sveitarfélagsins og við viljum mynda traustan meirihluta um nauðsynlegar breytingar.

Nú ræða menn bara saman og kanna hver grundvöllur er fyrir samstarfi næstu fjögur árin. Við munum ekkert flýta okkur meira en nauðsyn er. Vel skal vanda það sem lengi skal standa.“

Agl.is sagði frá því í morgun að þreifingar væru í gangi milli Héraðslistans og Framsóknarflokksins.

„Við könnuðum grundvöll að samstarfi við L-listann enda fékk sá listi næst flest atkvæði í kosningunum. En eftir samtal við fulltrúa hans töldum við ekki rétt að halda þeim viðræðum áfram. Miðað við það sem þar kom fram þótti okkur einsýnt að ekki myndi nást sátt um nokkur ágreiningsatriði og því slitum við þeim viðræðum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar