Ófært um flestalla fjallvegi

brimrun5_web.jpgAllir fjallvegir á Austurlandi, aðrir en Vopnafjarðarheiði, eru nú ófærir, flug liggur niðri og messum hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Ekki ert gert ráð fyrir að það gangi niður fyrr en í kvöld.

 

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ófært fyrir Fagradal, Fjarðaheiði, Oddsskarð, Breiðdalsheiði, Öxi, Vatnsskarð og Hellisheiði og þungfært yfir Vopnafjarðarheiði. Flughált er á flestum leiðum út frá Egilsstöðum og hálkublettir á fjörðum en fært frá Fáskrúðsfirði og suður úr.

Allt flug innanlands liggur niðri. Helgihaldi í Hofteigi, á Reyðarfirði og Eskifirði í dag hefur verið aflýst og guðsþjónustu í Hjaltastaðakirkju frestað til 2. janúar.

Seinni partinn í gær hvessti, hlýnaði og fór að rigna. Veðurstofan spáir suðaustan 18-23 m/s á Austfjörðum í dag, rigningu og 3-8°C hita. Ekki er gert ráð fyrir að dragi úr rigningu og vindi fyrr en seint í kvöld og nótt. Spáð er hlýindum, 8-13°C á morgun en frosti aftur á þriðjudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar