Fundir um nýtt verkefni í öldrunarmálum

Kynningarfundir verða haldnir á Egilsstöðum og á Reyðarfirði um nýtt verkefni sem kallast „Gott að eldast.“ Sveitarfélögin Múlaþing og Fjarðabyggð eru þátttakendur í því frá byrjun.

Um er að ræða samstarfsverkefni þriggja ráðuneyta með sveitarfélögum í samþættingu þjónustu við eldri borgara. Verkefnið er að fara af stað og óskuðu bæði sveitarfélögin eftir því að taka þátt í því strax.

Í dag klukkan 17:00 verður opinn fundur á Egilsstöðum í Hamri, fundarsal á efstu hæð hjúkrunarheimilisins Dyngju. Á morgun, þriðjudag, verður sambærilegur fundur á skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2 á Reyðarfirði klukkan 15:45. Streymi verður einnig í boði frá honum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar