Líneik Anna hættir á þingi

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi Alþingiskosningum.

Þetta staðfesti Líneik Anna í samtali við Austurfrétt í dag. Líneik Anna var fyrst kjörin á þing fyrir flokkinn í kosningunum 2013, féll af þingi í kosningunum 2016 en var aftur kjörin 2017.

Aðspurð segir hún að það hafi komið henni á óvart að ríkisstjórnarsamstarfinu skyldi vera slitið á sunnudag. Hún hafi talið að enn væru fyrir hendi „verk sem hægt væri að vinna lengur saman á ábyrgan hátt.“

Hún kveðst bjartsýn á möguleika Framsóknarflokksins í kjördæminu í kosningunum 30. nóvember. Nú sé verkefnið að setja saman framboðslista og byggja á þeim árangri sem náðst hefur á kjörtímabilinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.