Fyrsta Lundúnaflugið: Eftir alla þessa vinnu er þetta orðið að veruleika – Myndir

Umdæmisstjóri ISAVIA á Austurlandi segir fyrsta beina flugið milli Egilsstaða og Lundúna árangur mikillar vinnu síðustu misseri. Hjá bresku ferðaskrifstofunni Discover the World binda menn vonir um að sumarið verði það gott að forsendur verði til að halda fluginu áfram.


Þota AirBaltic kom til Egilsstaða um klukkan kortér í tólf í dag frá Keflavík. Með henni kom fjöldi farþega frá Keflavík, þeirra á meðal skólahópur sem ferðast mun um hálendið norðaustur af Vatnajökli næstu daga áður en hann flýgur utan með næstu ferð á miðvikudag.

Um klukkan eitt fór vélin í loftið og kom heim aftur um klukkan níu í kvöld. Út fór 33 farþegar en um sextíu komu með henni frá Englandi.

Flugið er farið á vegum Discover the World. John Farrugia, sem stýrir flugrekstri félagsins, vonast til að flugin sem verða níu talsins í sumar gangi vel.

„Við hlökkum til góðs sumars með AirBaltic og flugvallaryfirvöldum á Egilsstöðum. Við vonumst eftir flugið fari vaxandi og leitum eftir samstarfi við sem flesta til að svo megi verða.

Við erum spenntir og stoltir í dag og vongóðir um að framhald verði á þessu verkefni.“

Upphaflega voru áætlaðar 36 ferðir í sumar frá lokum maí fram í september. Þegar salan stóð ekki undir væntingum var ferðunum fækkað verulega. „Salan gæti verið betri en við reynum allt sem við getum, bæði Lundúnamegin og hér,“ sagði John í samtali við Austurfrétt í dag.

Jörundur Ragnarsson umdæmisstjóri ISAVIA á Austurlandi sagði komu vélarinnar stóran áfanga fyrir umferð um Egilsstaðaflugvöll.

„Við erum óheyrilega stolt í dag. Eftir allan þennan tíma og alla þessa vinnu er þetta orðið að veruleika. Það hefur tekist að koma á fyrsta áætlunarfluginu til Lundúna.

Við erum ánægð með flugið og þótt ferðirnar séu ekki óskaplega margar þá mun þeim fjölga. Kannski var þetta var þetta akkúrat það sem við biðum eftir til að geta byrjað og getum vonandi byggt ofan á.“

Beint Flug Dtw Egs 20160709 0001 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0003 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0006 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0016 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0042 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0079 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0102 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0109 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0115 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0116 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0119 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0130 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0142 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0148 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0154 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0160 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0180 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0185 Web
Beint Flug Dtw Egs 20160709 0195 Web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.