Fyrsta síldin í nýja frystihúsinu á Eskifirði

Fyrstu síldin er á leiðí gegnum nýtt frystihús Eskju á Eskifirði. Fyrsta síldin að loknu sjómannaverkfalli barst til Austfjarða í gær.


Frystihúsið var sett í gang í morgun eftir að nýr Aðalsteinn Jónsson hafði komið með 500 tonn af fallegri síld. Reynslan af vinnslunni nú verður nýtt til að fínstilla búnaðinn í húsinu og er reiknað með að það taki tvo daga að renna farminum í gegn.

Fyrsta síldin er komin í austfirskar hafnir að loknu sjómannaverkfalli en skipin hafa verið á veiðum vestur af Reykjanesi. Á Vopnafirði lagðist Venus NS að bryggju um klukkan tíu í morgun með um 1200 tonn.

Bjarni Ólafsson kom með 700 tonn til Norðfjarðar í gær sem fóru til vinnslu í fiskiðjuverinu. Beitir og Börkur eru á veiðum.

Þá kom Hoffell til Fáskrúðsfjarðar í gærmorgun með 410 tonnum af síld til söltunar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.