Fyrstu norsku loðnuveiðiskipin til Fáskrúðsfjarðar

Fyrstu norsku loðnuveiðiskipin sem landa á Fáskrúðsfirði á þessari vertíð gerðu það í dag. Loðnan fékkst austur af Kolbeinsey og lítur vel út. Íslensku skipin bíða hins vegar eftir hvort kvótinn verði aukinn.


„Það komu tveir bátar með samtals um 450 tonn sem verða fryst og brædd. Þetta er mjög fín loðna í góðri stærð,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.

Loðnan fékk austur af Kolbeinsey. Norsk loðnuveiðiskip voru í dag að veiðum 60-70 mílur austur af Gerpi og ætluðu að halda þeim áfram meðan veður væri til.

Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar sjálfrar, er hins vegar á kolmunnaveiðum við Færeyjar. „Loðnuveiðikvóti Íslendinga er það lítill að við notum hann eingöngu í hrognavinnslu. Við hinkrum og sjá hvort það kemur eitthvað í viðbót,“ sagði Friðrik en leitarleiðangur á vegum Hafrannsóknarstofnunar stendur nú yfir.

Íslendingar hafa líka þurft að finna nýjan markað fyrir loðnuna eftir að Rússlandsmarkaður lokaðist í haust. „Loðnumarkaðurinn þar er mjög sterkur og það tekur einhvern tíma að selja á aðra markaði. Við notum okkar geymslu og afurðirnar fara frá okkur í minni skömmtum en áður.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.