Góð veiði í Jöklu

Góð veiði hefur verið í Jökulsá á Dal og vatnasvæði hennar það sem af er sumri.  Veiðst hafa milli 10 og 20 laxar einnig hafa árnar gefið um 100 silunga það sem af er og veiðin er vaxandi.

joi_lax_koss.jpgFyrsti laxinn veiddist 3. júlí, hann veiddi Jóhann Árnason á Giljum. Laxinn veiddi Jói á Giljum eins og hann er jafnan kallaður, á Steinbogabreiðu sem er  neðan Steinboga í Giljalandi undan Hrúthamraseli. Talsvert er af laxi á breiðunni sem bíður eftir að flæði yfir Steinbogann svo hann geti gengið áfram upp vatnasvæði Jöklu, upp Jökuldal.

Laxinn sem Jói á Giljum veiddi, 85 sentimetrar og 10 pund, var einnig maríulax hans og frúin var ánægð með fenginn eins og sést á myndinni!

Að sögn Guðmundar Ólasonar á Hrólfsstöðum veiðivarðar við ána er útlið á veiði í ánni í sumar gott.  ,,Þetta er aðallega tveggja ára lax sem er að veiðast núna, á stærðarbilinu 6 til 12 pund. Þessi laxveiði hefur aðallega komið úr Laxá við Fossvelli og af Steinbogabreiðunni en nú fara Kaldá og Fögruhlíðará að koma sterkar inn. Ég á von á því að þær gefi fyrstu laxana jafnvel í dag.  Silungsveiðin er á svipuðu róli og síðustu ár og fiskurinn svipað stór og verið hefur, en þetta er nær eingöngu sjógenginn silungur sem hefur veiðst, það gætu farið að veiðast stærri silungar þegar líður á sumarið", sagði Guðmundur. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar