Gauti næsti sveitarstjóri á Djúpavogi

Gauti Jóhannesson verður að öllu óbreyttu næsti sveitarstjóri Djúpavogshrepps. Ekki hefur verið gengið á ráðningunni en það verður að líkindum gert á næstu dögum.

 

gauti_johannesson.jpgÞetta staðfesti Andrés Skúlason, oddviti Nýlistans sem var eina framboðið í sveitarstjórnarkosningunum í Djúpavogshreppi, í svari við fyrirspurn Agl.is. Samkvæmt stefnuskrá listans var Gauti sveitarstjóraefnið en Björn Hafþór Guðmundsson, sem verið hefur sveitarstjóri Djúpavogshrepps undanfarin átta ár, gaf ekki kost á sér áfram.

Gauti, sem er fæddur Hornfirðingur, var skólastjóri á Djúpavogi 2001-5, starfaði fyrir Icelandic Group frá 2005, þar af einn vetur í Kína. Frá seinasta hausti hefur hann kennt við Grunnskóla Djúpavogs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar