Ögmundur: Ekki til peningar fyrir nýjum Norðfjarðargöngum á næstunni
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir ljóst að ekki verið ráðist í ný Norðfjarðargöng á næstunni því ekki séu til fjármunir í ríkiskassanum fyrir þeim. Hann segist hafa skilning á afstöðu heimamanna á hversu nauðsynleg framkvæmdin sé.
„Það er alveg ljóst að það verður ekki ráðist í gerð Norðfjarðarganga á næstu misserum, einfaldlega vegna þess að það eru ekki til fjármunir fyrir því. Þetta er nokkuð sem menn þurfa að horfast í augu við og ég tel það óábyrgt að vekja falsvonir hjá fólki þegar að staðreyndirnar tala sínu máli á eins skýran hátt og mögulegt er,“ er haft eftir Ögmundi í nýjasta tölublaði Austurgluggans.
„Það er orðið ljóst að Oddsskarðsgöngin eru barn síns tíma með öllum þeim óþægindum sem þar eru en þetta er veruleikinn sem við búum því miður við.“