Gránar í fjöll eystra

Gránað hefur í fjöll á Austurlandi eftir hádegi í dag eins og meðfylgjandi myndir af Gagnheiði sýna. Austfirðingar þurfa samt ekki óttast að sumrinu sé með öllu lokið.


Vegfarandi sem var að koma yfir Fjarðarheiði um klukkan fjögur sagði í samtali við Austurfrétt að þar væri kuldalegt um að litast. Enginn föl væri hins vegar á eða nálægt veginum en hann væri blautur.

Veðurstofan spáir norðvestan 10-20 m/s til morguns og hefur varað við snörpum vindhviðum við fjöll, einkum syðst í fjórðungnum.

Von er að kuldalegt verði fram eftir morgundeginum en þá tekur við betri tíð með blóm í haga. Spáð er sunnan átt og 10-20 stiga hita föstudag, laugardag og sunnudag.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar