Gripinn glóðvolgur með 13 kíló af hassi á leið um borð í Norrænu

Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í farbann í allt að átta vikur vegna aðildar sinnar að flutningi fíkniefna til og frá landinu. Annar einstaklingur er í haldi vegna málsins. Grunur er um að Íslendingar tengist því.

Farbann yfir manninum var staðfest með úrskurði Landsréttar í gær. Í úrskurðinum kemur fram að tollverðir hafi haldlagt tæp 13 kíló af hassi sem hann hafði meðferðis þegar hann var að fara um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn.

Við skýrslutöku hélt maðurinn því fram að hann hefði verið fenginn til að fara með Norrænu til Íslands til að sækja sendingu sem innihéldi peninga og fara með til Danmerkur. Fyrir það átti hann að fá ótilgreinda umbun.

Þegar hann hafi fengið töskurnar í hendur og fundið hve þungar þær væru hafi hann áttað sig á að hann væri ekki að flytja peninga. Hann hafi samt látið slag standa.

Í seinni skýrslutöku játaði hann að hafa verið viðstaddur og tekið þátt í að raða í töskurnar, en þó ekki vitað hvað hann væri að flytja.

Í tilkynningu sem lögreglan á Austurlandi sendi frá sér í hádeginu segir að hún hafi undanfarið rannsakað innflutning á fíkniefnum til landsins. Á annan tug kílóa af hassi hafi verið haldlögð í tveimur aðgerðum á tollasvæðinu á Seyðisfirði í janúar og febrúar þegar einstaklingar voru á leið með efnin úr landi, eftir að þeim var komið hingað.

Málið er talið er talist tengja öðru þar sem lögreglan á Suðurlandi náði tæpum sex kílóum. Lögreglan hefur grun um hvernig efnin komu til landsins og hvert þeim var ætlað að fara.

Í tilkynningunni segir að erlendur karlmaður hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðandi í byrjun janúar og fjögurra vikna farbann sem í síðustu vikur hafi verið framlengt um átta vikur í viðbót.

Þá hafi annar karlmaður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir tveimur viku. Það rennur út í dag en farið hefur verið fram á farbann til átta vikna. Í tilkynningunni segir að úrskurðar þar um sé vænst í dag.

Í úrskurði Landsréttar kemur fram að rannsókn málsins sé á lokastigum en enn sé verið að staðfesta hverjir tengist málinu. Lögreglan telji sig vera búna að sanna aðild Íslendinga. Þá hafi verið haft samstarf við dönsk lögregluyfirvöld um skýrslutökur yfir aðilum erlendis. Rannsókninni ljúki á næstu viku og málið verði þá afhent Héraðssaksóknara sem gefi út ákæru. Í frétt RÚV er bent á að lítill markaður sé hérlendis fyrir hass, þar sem nægt kannabis sé ræktað fyrir innlendan markað. Hins vegar sé talsverður markaður á Grænlandi.

Farbannið er staðfest með þeim orðum að ótti um að maðurinn reyni að komast úr landi sé á rökum reistum. Hann hafi engin kunn tengsl við landið og dveljist um þessar mundir í höfuðborgarsvæðinu. Brot hans varðar allt að tólf ára fangelsi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.