Guðrún Þorkelsdóttir komin í skipaflota Eskju – myndir
Eskja á Eskifirði tók í byrjun september á móti nýju skipi sem fengið hefur nafnið Guðrún Þorkelsdóttir. Skipið hefur þegar farið í fjórar veiðiferðir.Skipið er upphaflega smíðað í Noregi árið 1999 og var gert út frá Bergen undir nafninu Vendla til ársins 2015. Það var þá selt til dótturfélags Brims í Grænlandi og hét Qavak.
Qavak gekk síðan upp í kaupin að hluta þegar grænlenska útgerðin keypti Aðalstein Jónsson af Eski fyrr á árinu.
Skipið er tæp 1800 brúttótonn, 68.1 metrar að lengd og 12,6 metrar að breidd. Skipið landaði síðast á Eskifirði á miðvikudag. Uppistaðan í aflanum voru 1500 tonn af kolmunna.
Með tilkomu Guðrúnar má segja að fjölskyldan sé sameinuð á ný en foreldrar Aðalsteins, stofnanda Eskju, hétu Guðrún Þorkelsdóttir og Jón Kjartansson. Nokkur ár eru hins vegar síðan skip með Guðrúnarnafninu voru í flota fyrirtækisins.
Hjálmar Ingvason er skipstjóri á Guðrúnu Þorkelsdóttur.