Gullberg sameinað Síldarvinnslunni

Ákveðið hefur verið að Gullberg ehf. á Seyðisfirði verði sameinað Síldarvinnslunni um áramótin. Síldarvinnslan keypti fyrirtækið haustið 2014 en reksturinn hefur verið á gamla nafninu síðan.


Í tilkynningu frá Síldarvinnslunni segir að sameiningin sé til að einfalda starfsemina. Engar breytingar séu fyrirhugaðar á rekstrinum og réttindi starfsmanna Gullbergs breytist ekki.

Undir Gullbergi er rekin fiskvinnslustöð á Seyðisfirði og togarinn Gullver NS gerður út. Á árinu hefur verið tekið á móti 3.600 tonnum til vinnslu, mest frá Gullveri sjálfu en einnig fleiri skipum Síldarvinnslunnar.

Hráefni hefur verið nægt allt árið en erfiðar markaðsaðstæður og óhagstæð gengisþróun hafa komið niður á afkomunni.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar