Hafbjörg tvisvar kölluð út vegna strandveiðibáta

Hafbjörg, skip Björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað, hefur það sem af er vikunni sinnt tveimur útköllum vegna strandveiðibáta í vandræðum. Bæði gengu vel fyrir sig.

Fyrra útkallið barst um kvöldmat á mánudag. Þá var bátur í vélarvandræðum um sex mílur austur af Norðfjarðarhorni. Hafbjörg tók bátinn í tog og dró hann til Neskaupstaðar.

Seinna útkallið barst um klukkan sex í morgun. Aftur voru vélarvandræði í bát á svipuðum slóðum sem var einnig dreginn til Neskaupstaðar.

Báðar ferðirnar gengu vel enda veðrið mjög gott. Hvort útkall tók um þrjár klukkustundir.

Á leið inn spegilsléttan Norðfjörðinn í morgun. Mynd: Björgunarsveitin Gerpir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar