Hafnaði á tré eftir ofsaakstur

Ökumaður bifreiðar virðist hafa sloppið merkilega vel eftir að hafa endað á tré við Egilsstaðabýlið í gær. Sjónarvottar segja bílnum hafa verið ekið á mikilli ferð í aðdraganda atviksins.

Lýsingar á atvikinu eru á þann veg að laust eftir klukkan fimm hafi bílnum verið ekið á mikilli ferð niður veginn sem liggur í átt að býlinu og síðan milli Gistihússins og fjóssins áður en hann hafnaði á ösp sem stóð þar neðan við. Tréð kubbaðist í sundur og bíllinn er illa farinn.

Þessi lýsing var staðfest af lögreglunni á Egilsstöðum sem rannsakar málið. Nákvæm tildrög eða ástæður atviksins liggja ekki ljósar fyrir.

Ökumaður bifreiðarinnar var einn í henni og þykir hafa sloppið furðanlega vel. Hann var þó fluttur með sjúkrabíl til skoðunar, fyrst á heilsugæsluna á Egilsstöðum en síðan á sjúkrahúsið í Neskaupstað.

Úr dagbók lögreglunnar er annars lítið að frétta. Nokkrir ökumenn hafa síðustu daga fengið sektir vegna hraðaaksturs. Ekki hefur verið um neinn ofsaakstur að ræða en þó ljóst af umferðinni að sól er farin að hækka á lofti, aðstæður orðnar betri og fleiri á ferðinni.

Mynd: Aðsend


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.