Hafnartekjur af skemmtiferðaskipum í Múlaþingi 163 milljónir árið 2022

Samkvæmt úttekt sem unnin hefur verið um efnahagsleg áhrif skemmtiferðaskipa á Íslandi voru tekjur hafna Múlaþings vegna slíkra skipa árið 2002 rétt tæpar 163 milljónir króna. Tekjur hafna Fjarðabyggðar sama ár rétt rúmar 6 milljónir króna.

Skýrsla þessi, sem unnin var að beiðni Faxaflóahafna, var birt í síðasta mánuði og þar notast við útreikninga vegna skemmtiferðaskipa árið 2022 en það ár námu heildartekjur hafna landsins rúmlega 1,7 milljarði króna.

Gera má ráð fyrir að tekjur flestra hafna hafi aukist stórum á síðasta ári en samantekt Íslandsstofu fyrir það er gefur til kynna að heildartekjurnar hafi aukist í 3,4 milljarða króna vegna aukins fjölda skipa.

Heildarrekstrartekjur hafna Múlaþings 2022 námu alls 516 milljónum og því tekjurnar af skemmtiferðaskipum það ár 31,5% heildartekna. Í Fjarðabyggð, sem tekur mót mun færri skemmtiferðaskipum en nágrannasveitarfélagið, var hlutfall tekna af þeim einungis 0,5% af heildarrekstrartekjum hafnanna.

Minni eyðsla austanlands

Í skýrslunni er einnig vikið að könnun sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála (RMF) framkvæmdi sumarið 2023 þar sem reynt var að varpa ljósi á eyðslu farþega skemmtiferðaskipanna í höfnum landsins. Munar þar töluvert háum upphæðum eftir staðsetningu og úrvali þjónustu, afþreyingar og verslana.

Þannig metur RMF að hver og einn farþegi eyði kringum 27 þúsund krónum á höfuðborgarsvæðinu, um 15 þúsundum á Húsavík og Akureyri en meðaleyðsla hvers farþega austanlands á stöðum á borð við Seyðisfjörð, Eskfjörð og á Djúpavogi er aðeins rúmar 4 þúsund krónur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.