Hundslappadrífa á Austurlandi
Talsverð snjókoma hefur verið það sem af er morgni á Austurlandi og hún hefur haft áhrif á færð á vegum.Mesta úrkoman sem mælst hefur á þessum sólarhring, samkvæmt tölum Veðurstofunnar, var á Borgarfirði, 5,1 mm. Hún hefur fallið þar mest sem rigning en í kortum Vegagerðarinnar kemur fram að þæfingur sé á veginum yfir Vatnsskarð.
Snjóþekja er í Heiðarenda, Hróarstungu og Vopnfjarðarheiði en hálkublettir á Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfum.
Hundslappadrífa hefur verið víða á Austurlandi í morgun, meðal annars bæði Egilsstöðum og í Neskaupstað. Jörð var víða gráleit þegar Austfirðingar komu á fætur í morgun. Samkvæmt spám Veðurstofunnar á að stytta upp þegar líður að hádegi en aftur gæti snjóaði í kvöld og nótt.
Frá Egilsstöðum upp úr klukkan níu í morgun.