Halla Tómasdóttir: Vil meina að ég hafi lært að vinna á Austfjörðum

Forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir hefur ferðast um Austfirði síðustu daga, heimsótt fyrirtæki, stofnanir og haldið fundi. Hún segir ferðina rifja upp minningar frá tveimur sumrum sem hún vann eystra.


„Þrettán ára gömul var ég í saltfiski hjá Guðjóni í Neskaupstað og þremur árum síðar fór ég með hóp úr Reykjavík til að vinna á vertíð á Djúpavogi. Ég vil meina að hér hafi ég lært að vinna,“ segir Halla.

„Þetta er pínu eins og að koma heim. Mér hefur alls staðar verið verið tekið. Það er ákveðin glettni og léttleiki sem einkennir Austfirðinga og mikill vilji til að ræða málin. Ég held að Austfirðingar kunni vel að meta fólk sem kemur og hittir þá.“

Hún segir ýmis málefni brenna á Austfirðingum þótt ekki eigi öll heima á borði forseta. Rætt hafi verið um fjölgun ferðamanna og samspil þeirra við samfélög, kostnað við samgöngur og aðstæður séu til staðar til að unga fólkið vilji koma aftur.

„Skemmtilegast er að ég held að fólki velji að búa hér á Austfjörðum því það vilji búa í samfélagið. Ég trúi að það sé hamingjuvaldandi í lífinu og kannski eitthvað sem við höfum ekki alveg náð að halda utan um með sama hætti í höfuðborginni.“

Sjálf segist Halla vilja byggja á niðurstöðum Þjóðfundarins frá 2009 en Halla var meðal skipuleggjanda hans.

„Ég hef sagt ég vilji vera fyrirliði í að byggja upp það samfélag sem Íslendingar sögðust vilja á Þjóðfundinum sem byggir á heiðarleika, réttlæti, virðingu og jafnrétti.“

Hún kveðst finna það á fólki að forsetakosningarnar séu flóknar vegna fjölda þeirra sem lýst hafi yfir framboði. Hennar tilfinning er að þær línur séu að skýrast.

„Margar þeirra kannanir sem vísað er í eru illa unnar. Ég held líka að það sé of snemmt að taka mark á könnunum því flestir handa að sér höndum fram til 20. maí.

Miðað við þær kannanir sem eru vísindalega unnar eru þrír frambjóðendur sem raunverulega geta tekið slaginn. Það eru Ólafur Ragnar, Andri Snær og ég. Síðan getur verið að Guðni bætist við en aðrir eru um eða undir 1%.“

Halla ásamt manni sínum Birni Skúlasyni í lok heimsóknarinnar austur.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.