Harður árekstur og tvö vinnuslys í fiskvinnslum

Einn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir harðan árekstur við Eskifjörð á laugardag. Tveir einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús eftir sitt hvort vinnuslysið í austfirskum fiskvinnslum á föstudag.

Harðar árekstur varð á móti Eskifjarðarvegar og Norðfjarðar á föstudag. Þar skullu saman tveir bílar sem komu úr gagnstæðum áttum, annar kom frá Norðfirði og beygði í átt til Eskifjarðar í veg fyrir hinn bílinn sem kom ofan af Hólmahálsi.

Ökumaður annars bílsins var einn í honum. Sá var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki talinn mikið slasaður. Fjórir einstaklingar voru í hinum bílnum. Þeir fengu að fara heim eftir skoðun hjá lækni sem kom á vettvang. Bílarnir voru báðir óökufærir.

Þá urðu tvö vinnuslys í austfirskum fiskvinnslum á föstudag. Í öðru þeirra klemmdi starfsmaður hönd í færibandi. Hann var fluttur töluvert slasaður á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hinn varð fyrir soðvatni í fiskimjölsverkmiðju og var fluttur nokkuð slasaður á sjúkrahús til aðhlynningar.

Vinnueftirliti var tilkynnt um bæði slysin og rannsakar eftirlitið tildrög þeirra ásamt lögreglunni á Austurlandi.

Mynd: Aðsend


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar