Orkumálinn 2024

HB Grandi fær leyfi fyrir fiskeldi í Berufirði

djupivogur.jpg

Umhverfisstofnun hefru gefið út starfsleyfi fyrir kvíaledisstöð HB Granda í Berufirði. Leyft er að framleiða allt að 400 tonn af laxi og 4000 tonn af þorski í sjókvíum á ári. Fyrirtækið óskaði eftir breytingum á núverandi starfsleyfi þar sem það hyggst leggja aukna áherslu á þorkseldi.

 

Í tilkynningu stofnunarinnar segir að ein athugasemd hafi borist þar sem Skipulagsstofnun benti á að ekki væri kveðið ítarlega á um ráðstafanir vegna fisks sem sleppur úr kvíum. Umhverfisstofnun breytti lítillega texta leyfisins með tilliti til mengunarmála.

Nýja starfsleyfið gildir til 1. júlí 2027. Með gildistöku þessa starfsleyfis fellur úr gildi fyrra starfsleyfi HB Granda frá 29. nóvember 2007, upphaflega gefið út til handa Salar Islandica. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.