Heilbrigðiseftirlit Austurlands undirbýr stefnu á hendur Mógli ehf.

Heildarsekt fyrirtækisins Móglí ehf. vegna mjög olíumengaðra lóða þess við sjávarsíðuna á Eskifirði skjagar nú í 2,5 milljónir króna en forráðamaður þess hefur enn í engu virt ítrekaðar kröfur um umbætur né sýnt viðbrögð við dagsektum um rúmlega fjögurra mánaða skeið.

Af hálfu Heilbrigðiseftirlits Austurlands (HAUST) er fátt eitt annað í stöðunni ef sektir duga ekki til en að stefna viðkomandi fyrir dóm og samkvæmt upplýsingum frá Láru Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra, er nú verið að leggja drög að slíkri stefnu á hendur eigandanum Stefáni Birgi Guðfinnssyni. Dagssektir hafa verið lagðar á fyrirtækið frá 1. nóvember síðastliðnum upp á 20 þúsund krónur hvern dag en sú aðgerð haft lítil sem engin áhrif til batnaðar.

Málið snertir olíumengaðan jarðveg á lóðunum að Strandgötu 59 og 61 á Eskifirði en þær, eins og nafnið gefur til kynna, standa við sjávarsíðuna og því getur olíumengaður jarðvegurinn með tíð og tíma komist alla leið til sjávar verði ekkert aðhafst. Kröfur HAUST hafa ennfremur snúið að því að fjarlægja og farga tveimur húsageymum á viðkomandi lóðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar