Skip to main content

Heilsueflandi framhaldsskóli í VA

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. okt 2011 16:50Uppfært 08. jan 2016 19:22

img_1940.jpgHeilsueflandi framhaldsskóli, verkefni landlæknisembættisins var hleypt af stokkunum í Verkmenntaskóla Austurlands miðvikudaginn þann 19. október.

 

Í tilefni verkefnisins var haldin dagskrá í íþróttahúsi skólans um morguninn. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar hélt ræðu og hvatti nemendur skólans til dáða á leið sinni að betri heilsu. Stefán Þorleifsson kom í heimsókn og brýndi það fyrir krökkunum hvað hreyfing skipti miklu máli varðandi heilsu á eldri árum. Ræða hans var hvetjandi og skildi eftir sig mark í hugum nemenda þegar gengið var af samkomunni.

Síðast en ekki síst var komið að afhendingu fánans sem er einkennandi fyrir verkefnið. Kristján Þór afhenti fánann fyrir hönd landlæknis og skilaði kveðju frá landlækni sjálfum, sem á þessum tíma var staddur úti í heimi. Eftir alla setu unglinganna í íþróttahúsinu var tilvalið að fara í Zumba, það er íþrótt sem er að ryðja sér braut á Íslandi þessa dagana. Það kom í hlut Guðrúnar Smáradóttur að stjórna þeim dagskrárlið. Sumir nemendur létu þó ekki segjast og fylgdust með grannt með öllum hreyfingum hinna nemendanna úr áhorfendastúkunum.

img_1925.jpgimg_1928.jpgimg_1933.jpgimg_1939.jpgimg_1954.jpgimg_1962.jpg