Helga greiðir sjálf flutningana

helga_jnsdttir_vefur.jpgKostnaður fellur ekki á Fjarðabyggð vegna flutninga Helgu Jónsdóttur, fyrrum bæjarstýru, úr sveitarfélaginu.

 

Austurglugginn greindi frá því fyrir tveimur vikum að Fjarðabyggð myndi borga Helgu biðlaun í hálft ár eftir að hún lét af störfum og flutningskostnaðinn suður.

Í nýjasta tölublaði þess er greint frá því að eftir að fjallað var um málið hafi verið samið um flutningana. Kostnaðurinn verður dreginn frá þeim ógreiddu launum sem tilgreind eru í uppgjörinu. Blaðið segir Helgu hafa sjálfa hafa beðið um þetta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar