Helgin; „Bongó er á ferð um landið“

„Bongó er á ferð um landið og vildu koma til okkar og halda tónleika. Mynstrið er að breytast og fólk virðist glaðara með góða tónleika en gömlu dansleikina. Ég vona að það verði ekki breyting hér á og að fólk notfæri sér það að þessir tónlistarmenn komi til okkar,“ segir Guðrún Smáradóttir, um tónleika Tómasar R. sem haldnir verða í Egilsbúð laugardaginn 16. September.
Nú í september munu fjórir meðlimir Bongóbandsins gera víðreist um landið og halda tónleika á sjö stöðum; Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Neskaupstað, Vopnafirði, Húsavík og Stykkishólmi. Hér er um að ræða söngvararnir Sigríður Thorlacius og Bógómól Font, kontrabassaleikarinn Tómas og gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og á kóngatrommur spilar Sigtryggur Baldursson.

Geisladiskurinn Bongó var í hópi mest seldu geisladiska síðasta árs og hafa lög af honum hafa verið mikið spiluð á öldum ljósvakans. Diskurinn hefur hlotið mjög lofsamleg ummæli bæði hérlendis og á fjölmörgum vefmiðlum lat+intonlistar í Evrópu og Ameríku.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.