Áhöfn Barða: Frumvarpið sem samþykkt var bitnar á okkur og fjölskyldum okkar

svn_logo.jpg
Áhöfn Barða NK, eins skipa Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á þingmenn að hætta ofsóknum gegn kjörum sjómanna og fyrirtækjum sem haldið hafi tryggð við sjávarútveginn. Þeir segja allt tal í frumvarpinu um eflingu sjávarbyggða blekkingu.
 
„Allt tal í frumvarpinu um eflingu sjávarbyggða er blekking því að til að auka veiðiheimildir á einum stað þá þarf að minnka þær á öðrum. Mikið órétti felst í því að vera sífellt að skerða hlutdeildir skipa í  aflamarkskerfinu til þess að færa til manna sem hafa selt veiðiheimildir sínar og annarra sem hafa aðalstarf af öðru, og eru í flestum tilfellum á bátum sem allur  kvóti hefur verið seldur af. 
 
Einnig þykir okkur ranglátt að mismuna skipum eftir veiðarfærum þannig að kvóti okkar skips sé skertur til að færa öðrum í formi línuívilnunar,“ segir í ályktun áhafnarinnar.
 
Sjómennirnir segjast harma þá aðför að kjörum sjómanna sem felist í nýsamþykktu frumvarpi ujm stjórn fiskveiða. „Frumvarpið sem var samþykkt 11. júní kemur til með að bitna á okkur og fjölskyldum okkar.“




   

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar