Hildur leiðir Seyðisfjarðarlistann

Hildur Þórisdóttir, verslunareigandi og varabæjarfulltrúi, leiðir Seyðisfjarðarlistann, framboðslista félagshyggjufólks á Seyðisfirði í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Í tilkynningu frá listanum segir að hann sé skipaður fólki sem vilji leggja gróskumiklu mannlífi og samfélagi staðarins lið óháð flokkslínu. Lögð sé áhersla á aukið gagnsæi og þátttöku íbúa og stjórnsýslu í takt við þarfir og kröfur nútímans.Í tilkynningu frá listanum segir að hann sé skipaður fólki sem vilji leggja gróskumiklu mannlífi og samfélagi staðarins lið óháð flokkslínu. Lögð sé áhersla á aukið gagnsæi og þátttöku íbúa og stjórnsýslu í takt við þarfir og kröfur nútímans.

Listinn vilji byggja upp innviði Seyðisfjarðar að nýju eftir strangt aðhald síðustu ára en boði um leið ábyrga fjármálastjórnun. Listinn vill að kaupstaðurinn verði leiðandi í umhverfismálum og sæki fram í atvinnu- og húsnæðismálum með það markmið að fjölga íbúum.

Listinn á tvo bæjarfulltrúa í dag, þær Elfu Hlín Pétursdóttur og Þórunni Hrund Óladóttur. Þær skipa þriðja og fjórða sæti listans.

Í öðru sætinu er Rúnar Gunnarsson en hann var í sjötta sæti á lista Framsóknarflokksins í kosningunum 2014.

Seyðisfjarðarlistinn bauð í fyrsta sinn fram 2014. Árið 2010 voru listar Samfylkingar og Vinstri grænna í kjöri. Þar áður, eða frá 1990 þegar Seyðisfjarðarkaupstaður sameinaðist Seyðisfjarðarhreppi, bauð félagshyggjufólk fram undir merkjum Tinda.

Eftirtalin skipa Seyðisfjarðarlistann:

1. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og varbæjarfylltrúi
2. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður
3. Þórunn Hrund Óladóttir, kennari og bæjarfulltrúi
4. Elfa Hlín Pétursdóttir, verkefnastjóri og bæjarfulltrúi
5. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri og hjúkrunarfræðingur
6. Arna Magnúsdóttir, meistaranemi
7. Ágúst Torfi Magnússon, verslunarstjóri
8. Guðjón Már Jónsson, tæknifræðingur
9. Sesselja Hlín Jónasardóttir, verkefnastjóri
10. Sigurjón Þ. Guðmundsson, stóriðjutæknir
11. Ósk Ómarsdóttir, yfirmaður farþegardeildar
12. Bára Mjöll Jónsdóttir, kennslustjóri fjarnáms
13. Anna Bryndís Skúladóttir, leikskólakennari og landvörður
14. Bjarki Borgþórsson, fornleifafræðingur og veðurathugunarmaður

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.