Hnífjafnt í síðustu könnun fyrir kosningar úr Norðausturkjördæmi

Samfylkingin er áfram stærst í Norðausturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn er í sókn meðan Miðflokkurinn tapar fylgi.

Þetta kemur fram í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup, sem Austurfrétt hefur aðgengi að í gegnum samkomulag við RÚV. Fylgistölur hans eru líkari þeim sem birtust í könnun Maskínu í gær en kannanir sem komu fyrir viku virðast hafa verið útlagar. Að baki tölunum eru 250 atkvæði.

Samfylkingin er stærst en á eftir henni kemur Sjálfstæðisflokkur og síðan Framsókn. Þau tíðindi eru að fylgi Miðflokksins minnkar töluvert og mælist Flokkur fólksins nú stærri.

Þetta þýðir að Samfylking, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fá tvo þingmenn hver, Flokkur fólksins, Viðreisn og Miðflokkur einn. Þetta eru þeir níu kjördæmakjörnu þingmenn sem eru í kjördæminu.

Tíundi þingmaðurinn er jöfnunarþingmaður og því ráða úrslit á landsvísu hvar hann hafnar. Samkvæmt útreikningum Austurfréttar eru annar þingmaður Viðreisnar og fyrsti þingmaður Sósíalistaflokksins næstir inn kjördæmakjörnir. Þeir eru jafnir og nokkuð lengra í næstu þingmenn annarra framboða.

Í þessum sætum sitja Austfirðingar, Heiða Ingimarsdóttir hjá Viðreisn og Þorsteinn Bergsson hjá Sósíalistaflokknum.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.