Hópslysaæfing við Reyðarfjörð á morgun
Almannavarnir í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði í samvinnu við almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra standa á morgun, laugardaginn 17. september, fyrri hópslysaæfingu við Reyðarfjörð.
Allir viðbragðsaðilar munu koma að æfingunni, en það eru lögreglan, slökkvilið, heilsugæslan HSA, björgunarsveitir og Rauðikrossinn. Æfing sem þessi útheimtir mikla undirbúningsvinnu og afar brýnt að hún gangi vel.
Íbúar á Reyðarfirði munu verða varir við talsverða umferð ökutækja þessara aðila. Aðilar gera sér grein fyrir því að æfingunni muni ef til vill fylgja eitthvert áreiti en vilja fyrirfram biðjast velvirðingar á því ef að svo fer.