Hreindýrakvótinn kláraðist: Síðasta kýrin felld í kvöld
Hreindýraveiðitímabilinu lauk í dag þegar seinasta dýrið sem leyft var að veiða á þessari vertíð var fellt. Góðir dagar í lok tímabilsins gerðu veiðimönnum auðveldara að finna bráð sína.
Síðasta kýrin var felld um kvöldmatarleytið í kvöld á svæði tvö. Leyft var að leyfa 1001 dýr, 421 tarf og 580 kýr.
Í pistli sem Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ritar á hreindyr.is segist hann ekki hafa verið bjartsýnn á að tækist að veiða kvótann um mánaðarmótin ágúst-september. Þá hafi mikið verið eftir af kvótanum.
„Þrátt fyrir erfitt tíðarfar og þokutímabil með norðaustan og suðaustanáttum sem ríkjandi vindáttum þá gekk þetta upp. Góðir dagar í lok tarfatíma björguðu miklu og einnig var minna um þoku nú í lok veiðitímans.“