Hringvegurinn opinn rafbílum

Hringvegurinn á nú að vera orðinn fær rafbílaeigendum eftir að ný hleðslustöð Orku náttúrunnar var tekin í notkun í Mývatnssveit í síðustu viku. Þrjár nýjar stöðvar á Austurlandi gegna lykilhlutverki í rafvæðingu hringsins.

Algegnt er að minni rafbílar komist um 100 km á hleðslunni. Milli Mývatns og Egilsstaða eru 165 km en hleðslustöð er komin á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal.

Það er hins vegar ekki hraðhleðslustöð eins og hinar stöðvarnar en stöðin verður uppfærð fyrir sumarið.

Orka náttúrunnar hefur að undanförnu unnið að því að koma upp hleðslustöðvum meðfram hringveginum. Vorið 2017 var búið að varða leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur og haldið hefur verið áfram síðan.

Stöðvar ON, eða hlöðurnar, eru nú 31 talsins. Þrjár þeirra opnuðu á Austurlandi í kringum áramótin, á Djúpavogi, Egilsstöðum og Stöðvarfirði. Tuttugu til viðbótar eru væntanlegar á næstu vikum og mánuðum, þar á meðal ein á Vopnafirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.