Hrósa íbúum fyrir þolinmæði

Austfirðingar hafa sýnt af sér mikla þolinmæði við erfiðar aðstæður vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Ekkert virkt smit er þekkt í fjórðungnum í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar í dag.

Þar segir að ástæða sé til að hrósa íbúum fyrir þolgæði á undarlegum tímum. Minnt er á að kálið sé ekki sopið þótt í ausuna sé komið en veðrið sé að batna og íbúar hvattir til að njóta þess.

Sjö einstaklingar eru í sóttkví en enginn í einangrun vegna smits. Síðast greindist smit 9. apríl en öllum þeim átta sem smituðust er batnað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar