Hrundi úr Oddskarðsgöngum: Vilja ný Norðfjarðargöng strax

norfjarargng_vefur.jpgÍ byrjun vikunnar urðu vegfarendur um Oddskarðsgöng varir við að hrunið hafði úr lofti ganganna við gangnamunnann Eskifjarðarmegin. Bæjarráð Fjarðabyggðar vill að staðið verði við samgönguáætlun þar sem gert er ráð fyrri að byrjað verði á nýjum göngum í ár.

 

Á veginum lágu tveir stórir steinar, 80-100 kílógrömm hvor auk minni steina.Í frétt á vef Fjarðabyggðar segir að atvik sem þessi minni „óneitanlega á mikilvægi þess“ að ný Norðfjarðargöng verði gerð sem fyrst. Göngin eru á þessu svæði klædd öryggisneti þannig steinarnir fóru ekki beint niður á veginn en enduðu samt á akbrautinni.

Bæjarráð Fjarðabyggðar áréttaði á fundi sínum í gær að þau rök sem haldið hefði verið á lofti til framdráttar Vaðlaheiðargöngum ættu fullt eins við ný Norðfjarðargöng.

„Þá eru einnig ótalin þau fyrirheit sem liggja fyrir, að með sameiningu þeirra sveitarfélaga 1998 og 2006 sem nú mynda Fjarðabyggð, myndu fylgja samgöngubætur af hálfu ríkisvaldsins. Undirbúningur nýrra Norðfjarðagangna er á lokastigi og vilji stjórnvöld hafa áðurgreind rök að leiðarljósi við samgöngubætur er ekkert því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir við gerð Norðfjarðagangna á þessu ári eins og til hefur staðið samkvæmt samgönguáætlun Alþingis.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar