Hvalnes- og Þvottárskriðum lokað vegna snjóflóðahættu

Vegurinn um Hvalnes- og Þvottárskriður verður lokaður fram eftir degi vegna snjóflóðahættu. Mikið hefur snjóað á svæðinu í morgun.


Nokkur lítil flóð hafa fallið á veginn um skriðurnar í morgun. Einn bíll keyrði inn í flóð vestast í Hvalnesskriðunum og sat þar fastur þar til starfsmenn Vegagerðarinnar hjálpuðu honum í burtu.

Að sögn Reynis Gunnarssonar, rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Höfn, byrjuðu flóðin að falla upp úr klukkan tíu í morgun. Mokað var í gegnum skriðurnar til að hleypa áfram bílum sem biðu en nú hefur verið tekin ákvörðun um lokun.

„Við þorum ekki annað en loka til öryggis og það verður lokað fram eftir degi. Það snjóar mikið eins og er en við tökum stöðuna ef snjókoman minnkar.“

Snjóþekja er á vegum sunnan Djúpavogs að skriðunum en sunnan þeirra þæfingur að Höfn.

Snjóflóð á veginum í Hvalnes - og Þvottárskriðum. Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.