Hvetja stjórnendur til að skoða hvort hallað hafi undan fæti í smitvörnum.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur stjórnendur fyrirtækja, verslana og stofnana til að fara yfir smitvarnir á sínum stöðum og hvort hallað hafi undan fæti í þeim síðustu vikur.Er þar meðal annars vísað til fjarlægðarmarka, aðgengis að spritti fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn, sprittnotkun á snertifleti og svo framvegis.
Þetta gerir aðgerðastjórnin í ljósi breyttra aðstæðna í baráttunni gegn Covid-19. Níu Austfirðingar voru síðasta föstudag settir í sóttkví vegna hópsmits sem upp kom á höfuðborgarsvæðinu.
Þá eru eigendur veitingahúsa og skemmtistaða á að samkvæmt gildandi lögum í landinu megi þeir ekki hafa opið lengur en til klukkan 23:00 á kvöldin.
„Leiðbeiningar varðandi smitvarnir eru einfaldar en skilvirkar. Hjálpumst að við halda þær. Þannig komumst við í gegnum þetta saman,“ segir í tilkynningu aðgerðastjórnar.