Já í fyrstu tölum úr Fjarðabyggð

Meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði í kosningu um sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshreppi í Fjarðabyggð samþykktu sameininguna samkvæmt fyrstu tölum sem bárust 23:20.

Þegar talin höfðu verið 43,3% atkvæða í Fjarðabyggð eða 521 atkvæði höfðu 400 sagt já eða 76,8% en 121 nei eða 23,2%.

Kjörsókn í sveitarfélaginu var dræm framan af degi en endaði í rúmum 36%.

Fyrr í kvöld var sameiningin samþykkt í Breiðdalshreppi þar sem 85% sögðu já.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar