Játuðu brot á sóttvarnalögum

Tveir einstaklingar sem brutu gegn sóttvarnalögum á Austurlandi í síðustu viku, hafa játað brot sitt. Verið er að skoða hvort ákæra verði gefin út.

Það var Austurfrétt sem fyrst greindi frá því síðasta þriðjudag að starfsfólk í verslunarmiðstöðinni Molanum á Reyðarfirði hefði talið sig þekkja tvo einstaklings sem komið hefðu þangað inn en átt að vera í sóttkví.

Verslunum þar var lokað, svæðið hreinsað og lögreglu gert viðvart.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að umræddir einstaklingar hafi játað brot sín og teljist málið því að fullu upplýst. Það verður sent til ákærusviðs lögregluembættisins til frekari afgreiðslu og ákvörðunar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.