Jens Garðar áfram oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð

Jens Garðar Helgason verður áfram oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, líkt og hann hefur verið frá 2010. Talsverð endurnýjun er á framboðslista flokksins en tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt samhljóða á fundi fulltrúaráðs í gærkvöldi.

Flokkurinn fékk þrjá fulltrúa kosna í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Bæjarfulltrúarnir Valdimar O. Hermannsson og Kristín Gestsdóttir hættu á tímabilinu og skipa Dýrunn Pála Skaftadóttir og Ragnar Sigurðsson, sem tóku sæti þeirra, næstu tvö sæti.

Konur eru í meirihluta frambjóðenda en listann skipa tíu konur og átta karlar.

Í tilkynningu er haft eftir Jens Garðari að ánægjulegt hve margir hafi sóst eftir sæti á listanum og sýnt áhuga, einkum konur.

„Það er mikilvægt að ná saman hóp sem á skírskotun í alla byggðakjarna, aldurshópa, málaflokka og þá fjölbreytni sem Fjarðabyggð hefur hvort sem það er í atvinnulífinu, menningu eða íþrótta- og æskulýðsmálum. Ég er mjög ánægður með listann, fólk með mikla reynslu og með ólíkan bakgrunn.“

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð:

1. Jens Garðar Helgason, Eskifirði, framkvæmdastjóri
2. Dýrunn Pála Skaftadóttir, Fáskrúðsfirði, verslunarstjóri
3. Ragnar Sigurðsson, Reyðarfirði, lögfræðingur
4. Heimir Gylfason, Neskaupstað, rafeindavirki
5. Elísabet Esther Sveinsdóttir, Reyðarfirði, fulltrúi mannauðsmála
6. Sara Atladóttir, Eskifirði, knattspyrnuþjálfari
7. Arnór Stefánsson, Breiðdalsvík, hótelstjóri
8. Jóhanna Sigfúsdóttir, Reyðarfirði, innkaupafulltrúi
9. Sævar Guðjónsson, Eskifirði, leiðsögumaður
10. Kristín Ágústsdóttir, Neskaupstaður, landfræðingur
11. Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Eskifirði, leikskólastjóri
12. Ingibjörg Karlsdóttir, Reyðarfirði, verkefnastjóri
13. Magnús Karl Ásmundsson, Reyðarfirði, skipuleggjandi
14. Kristinn Þór Jónasson, Eskifirði, verkstjóri
15. Svanhildur Björg Pétursdóttir, Reyðarfirði, vélfræðingur
16. Kjartan Glúmur Kjartansson, Reyðarfirði, kennari
17. Katrín Pálsdóttir, Neskaupstað, nemi og knattspyrnukona
18. Dóra Gunnarsdóttir, Fáskrúðsfirði, húsmóðir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.