Júnísnjór á austfirskum vegum

egs_snjor_09062011_0002_web.jpgSnjó fór að kyngja niður víða á Austurlandi, einkum inn til landsins, upp úr hádegi í dag. Heldur dró úr úrkomunni undir kvöld en vetrarlegt er víða um að litast.

 

Þæfingsfærð er á leiðinni til Borgarfjarðar og snjór á Fjarðarheiði. Á Oddsskarði og Fagradal er krapi. Þæfingur er á Öxi og snjór á Breiðdalsheiði. Ófært er á Hellisheið og snjór á Vopnafjarðarheiði og Möðrudalsöræfum.

Alhvítt er í byggð á Egilsstöðum. Snjólínan er ofar bæjarmarka við sjávarsíðuna.

Veðurstofan varar við hríðarveðri og frekar slæmu skyggni á flestum fjallvegum á norðausturlandi í kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar