Kallað eftir afstöðu gagnvart fiskeldi í Norðfjarðarflóa

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, fyrir hönd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir umsögnum þriggja stofnana og sveitarfélagsins Fjarðabyggðar um hvort rétt sé að banna laxeldi í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er Viðfirði og Hellisfirði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Nú er í gildi auglýsing frá árinu 2004 um svæði sem eru friðuð fyrir fiskeldi en sunnanverður Norðfjarðarflói er ekki á listanum, né heldur Eyjafjörður eða Jökulfirðir sem ráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum Fiskistofu, Matvælastofnunar, Hafrannasóknastofnunar og sveitarstjórna um hvort rétt sé að banna þar eldi.

Ráðherra hefur samkvæmt lögum heimild til að takmarka fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í einstaka fjörðum, flóum eða svæðum sem teljast sérstaklega viðkvæm gagnvart eldi.

Samkvæmt stefnu Fjarðabyggðar um fiskeldi er lagst alfarið gagnvart eldi í Hellisfirði og Viðfirði. Firðirnir hafa ekki verið burðarþolsmetnir og engin rekstrarleyfi né umsóknir um þau eru til staðar. Fiskeldi Austfjarða sýndi hins vegar áhuga á svæðinu árið 2016 og var þá unnin áætlun um mat á umhverfis áhrifum 10.000 tonna eldis í fjörðunum og Mjóafirði.

Úr Hellisfirði. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar