Skip to main content

Kjarasamningar við ALCOA samþykktir

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. jún 2011 18:47Uppfært 08. jan 2016 19:22

afl.gif

Félagar í AFLi Starfsgreinafélagi hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Alcoa til þriggja ára. Í samningnum er meðal annars kveðið á um stofnum Stóriðjuskóla Fjarðaáls sem taka á til starfa á næsta ári.

 

Atkvæðagreiðslu um samninginn lauk í vikunni. Rúm 83% samþykktu samninginn en tæp 17% sögðu nei. Tæp 75% þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði.
 
Samningarnir byggja á sömu launabreytingum og nýlega voru gerðir milli aðila vinnumarkaðarins en í þeim eru ákveðnar nýjungar og breytingar.
 
Þeirra á meðal er stofnun Stóriðjuskóla Fjarðaáls sem hefst í haust með grunnnámi og síðan framhaldsnámi frá og með næsta ári. Í launatöflu í samningunum er tekið tillit til starfsaldurs og hæfni starfsfólks svo dæmi séu nefnd.