Kjarasamningar við ALCOA samþykktir

afl.gif

Félagar í AFLi Starfsgreinafélagi hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Alcoa til þriggja ára. Í samningnum er meðal annars kveðið á um stofnum Stóriðjuskóla Fjarðaáls sem taka á til starfa á næsta ári.

 

Atkvæðagreiðslu um samninginn lauk í vikunni. Rúm 83% samþykktu samninginn en tæp 17% sögðu nei. Tæp 75% þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði.
 
Samningarnir byggja á sömu launabreytingum og nýlega voru gerðir milli aðila vinnumarkaðarins en í þeim eru ákveðnar nýjungar og breytingar.
 
Þeirra á meðal er stofnun Stóriðjuskóla Fjarðaáls sem hefst í haust með grunnnámi og síðan framhaldsnámi frá og með næsta ári. Í launatöflu í samningunum er tekið tillit til starfsaldurs og hæfni starfsfólks svo dæmi séu nefnd.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.