Kosningakönnun fyrir Alþingiskosningar 2024

Austurfrétt/Austurglugginn standa fyrir skoðanakönnun í aðdraganda Alþingiskosninga þann 30. nóvember næstkomandi.

Könnunin er netkönnun þar sem spurt er um afstöðu til framboða, oddvita og málefna. Einnig fljóta með nokkrar spurningar um möguleg hugarefni Austfirðinga um þessar mundir.

Könnunin stendur yfir í stuttan tíma. Hún er með öllu nafnlaus og svör ekki rekjanleg til einstaklinga.

Gerð verður grein fyrir helstu niðurstöðum í Austurfrétt og Austurglugganum auk þess sem þær verða nýttar við umfjöllun miðlanna um kosningarnar.

Svara má könnuninni með að smella hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.