Kristrún Frostadóttir með opinn fund eystra í dag
Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi til formanns Samfylkingarinnar, er á ferð um Austfirði og stendur fyrir opnum fundi á Eskifirði í dag.Kristrún fór um Austfirði í vor, þá sem sem óbreyttur þingmaður flokksins, þegar hún hélt alls 37 fundi um land allt.
Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formannsframbjóðandi í Samfylkingunni, hefur boðað til fundar í dag í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Fundurinn er opinn öllum og hefst kl. 17:00.
„Ég átti góða fundi á Austurlandi síðasta vor — á Vopnafirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði og í Höfn. Nú er ég að taka annan hring um landið og verð með opinn fund á Eskifirði. Og í þetta sinn sem frambjóðandi til formanns í Samfylkingunni, jafnaðarmannaflokki Íslands,“ segir Kristrún í tilkynningu.
Fundurinn í kvöld hefst í Tónlistarmiðstöðinni klukkan 17:00 í kvöld. Kristrún verður með framsögu en leitast síðan eftir samtali og ólíkum sjónarmiðum í afslöppuðu umhverfi.
„Það kemur ekkert í staðinn fyrir beint samtal við fólk. Ég vil eiga opið samtal og svara spurningum. Og ég vil segja betur frá þeim hugmyndum sem ég setti fram í Iðnó um daginn þegar ég tilkynnti framboðið. Þær hafa greinilega vakið athygli víða. Ég vil að við jafnaðarmenn förum aftur í kjarnann og náum virkari tengingu við venjulegt fólk um land allt, líka fólk sem er ekkert endilega alltaf á sömu línu og ég í pólitík!“