Lágt smithlutfall á Austurlandi

Ekkert nýtt covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi undanfarinn sólarhring. Hlutfall smitaðra á Austurlandi er talsvert undir landsmeðaltali.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands.

Eftir sem áður hafa alls átta smit greinst í fjórðungnum, þar af er fimm batnað en þrír eru enn í einangrun.

Hlutfall smitaðra af heildaríbúafjölda svæðisins er 0,1% samanborið við 0,5% á landsvísu.

Einn einstaklingur losnaði úr einangrun síðasta sólarhring. Í sóttkví á svæðinu eru 22.

„Aðgerðarstjórn er þakklát fyrir samhug og samstöðu íbúa um að virða reglur og undirstrikar mikilvægi þess áfram,“ segir í tilkynningunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar