Skip to main content

Landsbankinn sækir að Lífsvali: Vill fjórar eignir í Hornafirði á uppboð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. okt 2011 15:26Uppfært 08. jan 2016 19:22

landsbankinn_logo.jpgLandsbankinn hefur farið fram á að fjórar fasteignir í eigu Lífsvals ehf. í sveitarfélaginu Hornafirði verði settar á nauðungauppboð. 

 

Eignirnar eru allar á Mýrunum. Um er að ræða Flatey, jörð og lóð, Haukafell og Kyljuholt. Kröfur Landsbankans í hverja eign nema 562.094.347 krónum. Líklegt er að kröfurnar séu allar á sama veðbréfinu,

Jarðirnar  rétt vestan við Hornafjarðarfljót. Flatey er ein stærsta jörðin á Mýrunum en Kyljuholt með þeim minni.

Landsbankinn hefur sömuleiðis gert kröfu um að jörðin Barkarstaðir í Húnaþingi vestra verði sett á uppboð. Krafan í þá jörð er upp á 562.216.622 krónur. Samanlagðar kröfur gera því rúmum milljarði króna.

Lífsval lagði á sínum tíma áherslu á að kaupa íslenskar bújarðir með kvóta eða vatnsréttindum. Verulega hefur fjarað undan fyrirtækinu eftir hrun og á Landsbankinn töluverðan hlut í því. Um tíma átti fyrirtækið um 40% af mjólkurkvóta landsins.

Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var voru kröfurnar í eignirnar í Hornafirði lagðar saman sem hver á sínu veðbréfi. Það mun hafa verið rangt.