Landsbyggðalatté í boði á N4

Nýr umræðuþáttur, Landsbyggðalatté, hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni N4 á morgun. Þátturinn verður helgaður byggðamálum.

Í þættinum verða landsmálin rædd af áhugafólki um samfélags- og byggðarmál á forsendum ólíkra landsbyggða, velt upp mikilvægum viðfangsefnum sem sjaldnast eru talin til byggðamála og leitað að nýjum og áhugaverðum hliðum á gömlum og lúnum þrætueplum byggðaumræðunnar. Áhersla verður lögð á opna og uppbyggilega umræðu um mikilvæg málefni.

Í tilkynningu segir að nafnið á þættinum sé til að undirstrika að hann brýtur svolítið upp klisjurnar sem einkenna oft umræðuna um byggðamál

Þáttastjórnendur eru Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri, Eva Pandora Baldursdóttir sérfræðingur hjá Byggðastofnun og fyrrverandi þingmaður, Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor við Háskólann á Akureyri og Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og fyrrverandi þingmaður. Þau fá síðan til sín áhugafólk um hin ýmsu málefni landsbyggðanna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.